Afhverju taubleyjur?

Vissir þú að börn sem nota taubleiur fá minni útbrot eða bruna á bleyjusvæðið! Færri kúkasprengjur fara út fyrir bleyjuna, betri svefn og aukin vellíðan fyrir barnið! Talað eru um að börn sem nota taubleyjur eru fyrri til að nota kopp. Ástæðan gæti verið sú að börn finna samstundis fyrir bleytunni þegar þau pissa í taubleyju. Einnota bréfbleyjur soga pissið samstundis í sig þannig að barnið verður síður vart við bleytuna. Þetta gerir þjálfunina á koppinn auðveldari og barnið verður meðvitaðra um hvernig þessi partur líkamans virkar.


Einnota bréfbleyjur taka u.þ.b. 450-500 ár að eyðast upp í náttúrunni og á hverju bleyjutímabili hjá einu barni eru notaðar að meðaltali 6,000 bleyjur fyrstu tvö árin. Svo er ekki verra að taubleyjur spara pening til lengri tíma!

Skrifa ummæli

Athugið, ummæli verða að vera samþykkt af stjórnanda áður en þau eru birt.