Allt sem þú þarft að vita um kúkableyjur

Hér er kúkur um kúk frá kúk til kúks 
Kúkableyjur. Ástæðan fyrir því að margir leggja ekki í taubleyjunotkun. Það er mjög algengt að fólk sem byrjar að nota taubleyjur verði hissa yfir því að kúkableyjur eru talsvert minna mál en viðkomandi hélt. Í nútíma samfélagi er margt breytt, orðið þægilegra og fljótlegra, ekki bara hlutirnir sem við notum í daglegu lífi heldur líka taubleyjur. Í fyrsta lagi þá er búið að þróa taubleyjur rosalega mikið síðustu 30+ árin en hér fyrir neðan eru allar þær upplýsingar (vonandi!) sem þú þarft að vita um kúka-taubleyjur.

Mjólkurhægðir:
Barn sem drekkur einungis mjólk er með nánast lyktarlausar hægðir sem eru mjög lausar í sér. Þannig kúkableyja má fara beint í þvott og kúkurinn skemmir hvorki né skítir út þvottavélina.

Millibils hægðir:
Þegar barn er byrjað að fá fasta fæðu með mjólk kemur oft á tíðum svokallaður klessukúkur eða bara kúkasprenging! Það tímabil er einmitt það fyrsta sem margir foreldrar hugsa þegar orðið taubleyja kemur upp í hugann. Misjafnt er hvað hentar fólki, sumir skafa með klósettpappír úr bleyjunni ofan í klósettið og skola hana svo með sturtuhaus áður en bleyjan fer í þvottavélina. Aðrir kjósa að nota liner en liner er nokkurskonar pappír sem er settur inní bleyjuna áður en hún fer á barnið. Linerinn er eins og sigti, grípur kúkinn sem skilur þig ekki eftir með skít-uga bleyju heldur óhreina bleyju. Eftir að linerinn er tekinn úr bleyjunni er kúkurinn settur í klósettið (hægt er að hrista pappírinn yfir klósettinu og þá ætti kúkurinn að losna auðveldlega frá eða henda öllu saman beint í ruslið). Ath. Það má ekki sturta niður liner. Liner heldur raka frá húð barnsins og er úr náttúrulegum efnum, kemur því í veg fyrir ertingu eða bruna.

Fastar hægðir:
Þegar hægðir barnsins eru orðnar fastari í sér verður allt auðeldara og auðveldara. Þá er bleyjan opnuð yfir klósettinu og kúkurinn dettur beint niður. Sumir foreldrar kjósa að taka kúkinn beint úr bleyjunni með grisju eða blautþurrku og setja kúkinn í klósettið, margt hægt. Fastar hægðir eru yfirleitt ekki að festast í bleyjunni sem er mjög þægilegt því lengsta tímabil barna í bleyju er þegar hægðirnar eru fastar.

Nokkrir punktar í lokinn:
-Það er í lagi ef þú þrífur ekki kúkinn strax úr bleyjunni, þú þarft ekki að hafa áhyggjur af blettum því flestar taubleyjur eru “stain-free” og mjög auðvelt að ná kúkablett úr í þvotti.
-Ef þú ætlar að bíða með að þrífa kúkableyju/r en vilt ekki fá kúkalykt er sniðugt að loka bleyjunni öfugt og nota smellurnar. Einnig er hægt að geyma bleyjurnar í taubleyjupoka.
-Fyrir byrjendur eða þegar þú ert á ferðalagi er sniðugt að nota einnota náttúruleg innlegg sem eru til sölu undir “innlegg & liner”.
-Kúkableyjur óhreinka ekki þvottavélina þína né fara illa með hana. Næsti þvottur fær ekki kúkalykt, allt kemur jafn hreint úr vélinni enda er þvottavélin ekki að þrífa kúk heldur smá blett eftir kúk.
-Húsráð fyrir blett í taubleyju, leggja bleyjuna opna og raka í dagsbirtu/sólarljós og leyfa sólinni að sigra blettinn!

Aðal trixið í kúkataubleyjum er að finna hvað hentar þér eða ykkur best. Um leið og það kemur verða hlutirnir sífellt auðveldari með hverjum deginum sem líður. Gangi þér vel og megi þú verða kúkataubleyju snillingur! :-)

Skrifa ummæli

Athugið, ummæli verða að vera samþykkt af stjórnanda áður en þau eru birt.